Thursday, November 29, 2012

Transformer Infiniy - gagnrýni og samanburður við iPad 4

Ég er kominn með ASUS Transformer Infinity í hendurnar. Þetta er kampavínslit vél, 64GB.
Til að byrja með má nefna að spjaldtölvan er nokkuð létt. Ég er einnig með "dokkuna" sem samanstendur af (í einum hlut, sömu stærðar og spjaldtölvan) lyklaborð, auka rafhlöðu, USB2 tengi og rauf fyrir SD kort. Í samanburði við iPad þá er Transformer Infinity spjaldtölvan breiðari og lægri þegar báðum er snúið á breið-veginn.



Skjár
Skjárinn á ASUS Transformer Infinity er 1920*1200 í upplausn, IPS+ með górillugleri 2. Það þýðir að glerið er alveg gríðarlega erfitt að brjóta með höggi þvert á það. IPS+ þýðir að birtan frá skjánum er stillanleg upp á það stig að ekkert mál er að nota spjaldtölvuna úti í beinu sólarljósi (svolítið sem ekki er hægt ḿeð iPad). En skjáupplausnin er nokkuð lægri en skjáupplausn iPad 4 (sem er 2048*1536 (3,14 megapixlar) á móti 1920*1200 (2,3 megapixlar)). Það kemur þó ekki að sök þegar skjárinn er orðinn þetta lítill - BluRay kvikmyndir fara ekki einusinni upp í upplausn Transformers, hvað þá upp í stærðina á iPad. Á móti kemur að Transformer er með 16:10 skjá á meðan iPad er með 4:3, svo Transformer nýtist betur í kvikmyndaáhorf, á meðan gömlu sjónvarpsættirnir sóma sér betur á iPad.
Spjaldtölvan
Á spjaldtölvunni sjálfri eru 4 tengi og tveir takkar - 30-pinna tengi (svipað og á eldri iPad), micro-HDMI tengi til að tengja spjaldtölvuna við sjónvarp, hljóðtengi fyrir heyrnartól og svo micro-SD rauf fyrir allt að 32GB micro-SD kort. Takkarnir eru Af/Á takki og takki til að still hljóðstyrk. Aftan á spjaldtölvunni er hátalari. Hann er ekkert sérlega aflmikill og má með sanni segja að hann sé ekki til að deila með sér.
Lyklaborð
Lyklaborðið sem er hluti af dokkunni er mjög gott. Það jafnast á við lyklaborðin sem eru á MacBook, nema bara örlítið smærri. Það er þó nógu gott til að nota daglega og í allt sem maður notar lyklaborð í. Lyklaborðið er hægt að íslenska, og hef ég notað til þess forritið "External Keyboard Helper". Það er þægilegt að nota lyklaborðið og það hentar ágætlega til bæði textavinnslu og forritunar. Eina "umkvörtunarefnið" er að "Þ" takkinn er ögn of lítill...
Til þess að íslenska forritin í spjaldtölvunni nota ég svo "MoreLocale2".
Hugbúnaður
Meðfylgjandi spjaldtölvunni eru nokkur forrit - að sjálfsögðu er Google grunnpakkinn, en einnig eru SuperNote sem er forrit frá ASUS til að taka niður minnispunkta, og svo Polaris Office sem er skrifstofuhugbúnaður (ritvinnsla, töflureiknir og glæruforrit). Polaris Office stendur alveg ágætleg fyrir sínu í öllum þremur deildunum.


Kostir
Kostirnir við ASUS Transformer Infinity töflutölvuna eru margir. Til að byrja með er hún með Android stýrikerfi og fylgir því Google hugbúnaðarflórunni. Það er einnig auðvelt og ókeypis að skrifa eigin hugbúnað fyrir tölvuna með því að nota þróunarvöndul sem er hægt að sækja til Google. Annar kostur er að með lyklaborðsviðbótinni gefur tölvan notandanum sömu möguleika og um ferðatölvu væri að ræða. Enn einn kostur er ógnarlangur batterílíftími - allt að 14 klukkustundir sé lyklaborðsviðbótin nýtt. Hugbúnaðarúrvalið í Google Play Store skemmir heldur ekki fyrir.
Gallar
Sagt er að engin rós sé án þyrna, og jú, vissulega er hægt að finna galla við Transformer spjaldtölvuna. Eins og ég nefndi áður þá er hátalarinn í tölvunni frekar klénn. Einnig má nefna að ef mikil netvirkni er í gangi (t.d. eins og þegar verið er að uppfæra hugbúnað), þá kemur fyrir að hún hökti í sparnaðarham (ég hef enn ekki orðið var við það í háhraðaham enn). Einnig má svo nefna nokkuð sem mig grunar að sé galli við tölvuna mína (nema fleiri nefni það) - að af og til þá kemur fyrir að það komi truflun í skjáinn (eins og ein lína sem birtist og hverfur). Það er þó ekkert sem mér hefur tekist að rekja til eins eða neins og hef ekki séð nefnt annasstaðar. Síðast en ekki síst má svo nefna að myndavélin er ekki alveg sú besta sem ég hef notað - myndir verða auðveldlega hreyfðar og þar hefur iPad 4 klárlega yfirhöndina.
Ég gæti hæglega bætt mörgu við, en nettó niðustaðan hlýtur að vera að ég er mjög sáttur við þessa spjaldtölvu. Samanburðurinn sem ég hef er við iPad konunnar minnar, og ég er nokkuð feginn þegar upp er staðið að hafa valið þessa braut.
Ég þakka lesturinn og samfylgdina.

Monday, August 27, 2012

Updating a OpenIndiana (Solaris) machine that is running several ipkg zones

Updating an OpenIndiana/Illumos/OpenSolaris/Solaris machine that is running many ipkg zones can be a daunting task.

I have one machine that is running 18 zones (and the global one to boot).

When the global zone has been updated, the rest of the zones need to be updated as well. Each and every one, one by one.

Which is why I wrote the following script which I wish to share. If you find it useful, enjoy :) If you improve it, please do tell me, and please share the improvements - it's not a requirement, but it's a nice gesture.

***** Start script *****


#!/bin/bash
#
# Author      : Þór Sigurðsson
# Date        : 2012-08-02
# Written For : Belgingur

# Description : The intent of this script is to run boot-environment updates on OpenIndiana.
#               It should make certain that some things are "kosher", but it doesn't attempt any
#               damage control at the moment. That is done via the ZFS snapshots which are an
#               integral part of the update process.
#
# Version 1.0

PATH=/usr/gnu/bin:/usr/bin:/usr/sbin:/sbin
export PATH

BEMNT=/bemnt     # where we want to mount the boot environment after update

MYID=$(whoami)
if [ "${MYID}x" != "rootx" ]
then
    echo "Must be root to run this script."
    exit 1
fi

# All kinds of tests on the $BEMNT
#
# does it exist?
if [ ! -d ${BEMNT} ] ; then
    mkdir ${BEMNT}
    RV=$?
    if [ $RV -ne 0 ] ; then
        echo "Could not make directory ${BEMNT}"
        exit 1
    fi
fi
# is it empty ?
if [ "$(ls -A ${BEMNT})" ] ; then
    echo "${BEMNT} is not empty. Either another update is being performed,"
    echo "the last update failed miserably, or you have chosen an unwise"
    echo "location to use as the mount-point for the boot evironment update."
    echo "Please investigate, revise and repeat."
    exit 2
fi

RILI=$(zoneadm list -cv | grep -v STATUS | grep -v global | awk '{printf("%s ",$4);}')

BENAME=$1
if [ "${BENAME}x" == "x" ] ; then
    echo "Usage: $0 bename"
    echo "Where bename is the boot environment name you wish to use."
    exit 3
fi

echo "Starting update of GLOBAL environment"

pkg image-update --be-name ${BENAME}

if [ "${RILI}" ] ; then

    echo "Mounting boot environment"

    beadm mount ${BENAME} ${BEMNT}

    echo "Now, updating the zones, one by one..."

    for ZUP in ${RILI} ; do
        ZNA=$(echo $ZUP | gawk -F '/' '{print $4}')
        echo "Updating $ZNA"
        pkg -R ${BEMNT}${ZUP}/root image-update
    done

    echo "Unmounting boot environment"

    beadm umount ${BENAME}

else
    echo "There are no zones, so there's nothing to do here. The global is already updated."
fi

# if the ${BEMNT} still exists, we should rmdir it, since we don't want an empty arbitrary directory 
# just lying around..

rmdir ${BEMNT}

echo "Done."
echo
echo "It would most probably be a very good idea to reboot at this moment. Thank you :-)"
echo
exit 0

***** End Script *****

I hope you find it useful - I did :)

Wednesday, August 22, 2012

Tilraun til að selja á eBay

Í dag gerði ég fyrstu tilraun til þess að selja á eBay. Mér skilst að maður eigi að fá fyrstu 10 sölurnar (eða 50, eftir því hvar maður skoðar) frítt (þ.e. frír auglýsingakostnaður, en svo borgar maður bara prósentu ef varan selst) - en einhverra hluta vegna þurfti ég nú samt að borga fimmtíu sent.

Ekkert stórmál - það er bara að sjá hvort þetta seljist eða hvort einhver áhugi sé fyrir hendi :)

Varan er þessi:    HP Hewlett Packard PA-8700 750 MHz (A6688A) Processor